fimmtudagur, október 21, 2004

Helgin er að koma...

Jæja... hún Katrín lagði svo mikla áherslu á að ég bloggaði, svo ég ætla bara að hlýða, þó ég hafi nákvæmlega ekkert að segja, enda hef ég alltaf verið svo hlýðin (er það ekki annars?). Svo er ég líka uppáhaldsfrænkan hennar Katrínar sem vinnur bæði í Hyrnunni og Reykjavík (algert aukaatriði að ég vinn hvorki í Hyrnunni né Reykjavík þessa dagana). Hér kemur blogg:
Ég skrapp til Reykjavíkur í gær, það var vont veður og allt það... eins og venjulega á þessum árstíma. Ég keyrði framhjá vörubíl sem hafði fokið út af (í engri hálku) og sem betur fer fyrir Irisi var það ekki landflutningabíllinn sem kom með dótið hennar.
Ég stoppaði stutt í bænum, keypti mér Subway og hélt svo til baka í ennþá meira roki. Nagladekkin sungu alla leiðina heim. Ég fór beint til Irisar í nýju íbúðina og gaf henni glænýtt Andrésblað í innflutningsgjöf. Svo fórum við heim til mín, hleyptum Emil út að pissa og horfðum svo á vídeó þar til við fórum að sofa.
Í dag er bara vinnan, svo ætlum við Emil að skreppa í heimsókn til systur hans í kvöld. Ég er í fríi á morgun, því ég var að vinna síðustu helgi, svo ég ætla að nota helgina í að slæpast á Norðurlandinu og hitta gamla vini og vinkonur... gaman gaman :-) Iris ætlar sennilega í bæinn um helgina og Ásta verður að vinna, svo það er engin ástæða til að hanga í Borgarnesi... þó að ball ársins sé einmitt núna um helgina... skagfirska sveiflan á fullri ferð!
Dettur ekkert fleira í hug til að segja. Eða jú... ef þið eigið skókassa sem þið ætlið ekkert að nota megið þið alveg gefa mér þá... og hafa mig í huga ef þið kaupið ykkur skó :-)

1:35 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker