sunnudagur, október 31, 2004

Verðlaunin...

Jæja krakkar mínir... nú eru komnar fjórar sögur í keppnina, hver annarri skemmtilegri. Og bara þrír dagar eftir af skilafrestinum. Nú er um að gera að setjast við tölvuna og skrifa niður ykkar neyðarlegu minningar, fá smá roða í kinnarnar og leyfa okkur hinum að hlæja :-)
Ég er enn að basla við að ákveða verðlaunin, en sennilega mun vinningshafinn fá að velja á milli þess að fá nýja kilju, tölvuleik eða mjólkurfernuljósaseríu :-) Svo þið sjáið að verðlaunin eru ekkert plat.... enginn flugmiði samt, Heiðrún.
Annars er lítið að frétta af mér, ég er bara búin að vera heima í rólegheitunum þessa helgi, eins og venjulega. Var að uppgötva um daginn að ég hef bara farið tvisvar á djammið í Borgarnesi síðan ég flutti hingað í vor. Hvað er ég eiginlega búin að vera að gera?? Djammaði reyndar tvisvar í Skandinavíu og svo var ein skyrskemmtun í Húnaþingi, en samt... ég hlýt að vera orðin gömul. Samt ekki komin á fimmtugs- eða sextugsaldurinn eins og sumir ;-)
Var að hreinsa tölvuna mína áðan, hún var eitthvað slöpp... fékk einhverja vírussýkingu greyið. Mikið um vírusárásir þessa dagana, Lykla Pétur hefur varla undan að stoppa alla þessa óværu sem reynir að ná völdum í tölvunni minni. Hann stendur sig samt vel blessaður. Núna er tölvan mín hin sprækasta og ekkert vesen í gangi.
Regína reif mig upp úr rúminu kl. hálf ellefu í morgun, hún og Bensinn voru á leið í Hvalfjörðinn að eltast við kræklinga. Við Emil vorum svo mygluð að við nenntum ekki með, samt fórum við að sofa um miðnættið... letihaugar.
Í gær skruppum við í heimsókn til Irisar í nýju íbúðina (gleymdi myndavélinni heima mamma) og Emil var svo ánægður með herbergið hans Kola að hann meig á gólfið og skeit á fötin hans Kola sem voru á gólfinu. Hann ávann sér ekki miklar vinsældir við þetta og ákvað því að fara bara að sofa á stofugólfinu.... skemmtilegur gestur. Ég fékk svo bílinn minn lánaðan til að fara í búð og þegar ég var komin þangað hringdi Iris og bað mig að versla fyrir þau mæðgin, því Koli var kominn með hita. Hann er búinn að vera kvefaður síðan Iris kom heim að utan, með slæman hósta... vírusar herja greinilega á fleira en tölvur.


3:01 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker