fimmtudagur, desember 16, 2004

Ég sem hélt að jólagjafirnar væru allar komnar...

Ég fæ kannski íbúð í Keflavík í dag... ég er svo spennt að bíða eftir svari. Heiðrún, þú færð kannski að hjálpa mér að flytja milli jóla og nýárs :-) Eins og sumir vita (þeir sem ekki vissu það, vita það þá núna) er ég að fara í sambúð í Keflavík, aldrei hefði mér nú dottið í hug að eiga það eftir... en ég hlakka mikið til :-) Þá þarf ég líka ekki að fara á fætur klukkan fjögur á morgnana lengur.
Núna er ég á fullu í að ganga frá jólagjöfunum sem ég bjó til í haust, því það eru víst bara 8 dagar til jóla. Og ég á eftir að finna og kaupa jólagjöf handa manninum í lífi mínu... úff! Einhverjar hugmyndir? :-) Ég hef aldrei verið eins hugmyndalaus í sambandi við gjafir... og ég get ekki gefið honum það sama og hinum, því hann veit hvað það er :-)


11:13 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker