miðvikudagur, desember 01, 2004

Lífið heldur víst áfram...



Jæja, þá er kominn tími á blogg. Síðustu þrjár vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi, pabbi er horfinn. Hann var góður maður sem glímdi við illvígan sjúkdóm og varð að lúta lægra haldi fyrir honum. Ég mun alltaf sakna pabba míns, en hugga mig við að honum líði betur núna.
Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir alla samúðina og hlýjuna síðustu vikur, þið eruð yndisleg! Það er á svona stundum sem maður finnur hvað maður á góða ættingja og vini.

En að öðru; aðeins ein saga hefur borist í keppnina um besta hrekkinn, og vegna atburða síðustu vikna ætla ég að framlengja frestinn til 8. des. Sendið sögur á þetta netfang, ég hlakka til að lesa :-)
Þið þurfið ekki sjálf að hafa hrekkt einhvern, það má alveg skrifa um hrekki annarra líka. Ef fólk vill senda nafnlaust vísa ég í blogg frá 1. nóvember með leiðbeiningum þar um. Einnig tek ég fram að þessi keppni er ekki bara fyrir nánustu ættingja og vini, allir sem lesa síðuna mína mega taka þátt :-)

1:51 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker