þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hvítir klósettburstar

Emil losnar við saumana á eftir. Hann er enn með skerminn sinn og virðist alveg nákvæmlega sama um hann. Við tökum hann stundum af honum og þá vill hann bara fá hann aftur um hálsinn. Öllu má venjast greinilega... en við Elli erum hins vegar orðin mjög pirruð á skerminum. Emil fattar nefnilega ekki hvað hann tekur mikið pláss með þessa plastrekt og er alltaf að hlaupa á okkur... hann er sérstaklega hittinn á hásinarnar á okkur. Svo þeytast húsgögnin líka út um alla íbúð þegar hann hleypur fram hjá þeim... dálítið þreytandi. Við Elli verðum sennilega mikið fegnari en Emil þegar skermurinn fer af... en ég hugsa að hvutti verði glaður að losna við saumana og geta sleikt fyrrverandi gersemar (eins og Katrín orðar það) að vild. Það verður sennilega mikill friður fyrir honum í kvöld.
Íbúðin er farin að líta út eins og mannabústaður, nema baðherbergið og bleika gestaherbergið eru enn óbreytt. Við skruppum í bæinn áðan til að sækja síðustu hurðarnar á fataskápinn, fengum bara eikarhurðir í fyrstu ferð en tvær áttu að vera speglar. Við fórum sem sé þriðju ferð í IKEA í dag til að skipta hurðunum og eigum svo eina ferð eftir til að sækja skúffurnar sem aldrei eru til. Þetta er orðinn ansi dýr skápur... og við urðum mikið hissa í dag þegar við sáum að speglahurðirnar eru mikið ódýrari en hinar og ef við hefðum bara tekið spegla hefðum við sparað 12 þúsund kall! En jæja... við höfum ekki gott af að hafa of mikið af speglum :-)
Hvað er svo að frétta af ykkur öllum? Það er eitthvað svo lítið um að vera í bloggheimum þessa dagana... bara Katrín sem stendur sig virkilega vel í blogginu. En Iris er búin að blogga og svara klósettburstakommentunum, hvet alla til að taka þátt í þeirri umræðu :-)


3:37 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker