mánudagur, febrúar 07, 2005

Veiðileyfi til sölu...

Bleika herbergið er ekki lengur bleikt! Nú get ég farið að flytja vinnuaðstöðuna úr eldhúsinu og þá verður nú gaman að vera til.
Heiðrún litla systir á afmæli í dag, orðin eldgömul :-) Til hamingju með daginn Heiðrún!
Í gær var dálítið mikil rigning í Keflavíkinni og lognið var mikið að flýta sér. Þetta varð til þess að það lak inn um gluggann í svefnherberginu, allt fór á flot uppi á lofti sem leiddi til rigningar í þvottahúsinu og það myndaðist myndarlegt stöðuvatn fyrir utan innkeyrsluna hjá okkur. Gaman gaman...
Í vinnunni hrundi loftið aftur, en ekki á minni skrifstofu í þetta sinn, heldur í hinum endanum á húsinu. Ég er samt ekki frá því að mig sé farið að klæja pínulítið...
Brynja er komin með nýtt blogg. Til hamingju með það frænka!
Ekkert mikið að frétta að öðru leyti, allavega ekkert sem verður skrifað hér :-) Nú bíð ég bara eftir föstudeginum til að komast á blótið. Ekki til að borða úldinn mat og drekka brennivín samt... jakk!


8:58 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker