fimmtudagur, mars 03, 2005

Sögu vil ég segja stutta...

Í dag er fimmtudagur, sólin skín og starrarnir syngja á þakinu. Ég get greinilega hlakkað til allra flóabitanna í sumar... jey!
Það komu nú lítil viðbrögð við óskum mínum um tillögur að efni í sögukeppni. Kannski hafið þið engan áhuga á að skrifa fleiri sögur. En mér er alveg sama, ég ætla samt að láta ykkur hafa lista til að kjósa um. Hvaða efni í sögukeppni líst ykkur best á? Svara í kommentunum takk :-)

Dýrasögur
Ferðasögur
Hrakfallasögur
Mömmusögur
Prakkarasögur

Til að fá ykkur kannski frekar til að kjósa ætla ég hér með að lofa einu. Ég mun skrifa og birta sögu í þeim flokki sem þið veljið. Síðan hefst keppnin á milli ykkar og að venju verða verðlaun í boði.
Stefnan er að birta mína sögu næsta mánudag, svo þið hafið helgina til að kjósa.

3:29 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker