föstudagur, apríl 22, 2005
Gleðilegt sumar!
Kominn föstudagur og helgin framundan. Hún verður nú frekar róleg því minn maður verður sennilega í vinnunni mestan hluta hennar. Við Emil verðum því bara ein heima og tökum því rólega. Förum kannski í nokkra göngutúra í góða sumarveðrinu.
Ég bað um hugmyndir í síðasta bloggi... það varð frekar lítið um svör. Besta hugmyndin kom frá mömmu... arkitekt, nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á. En þá þyrfti ég að fara í skóla og sennilega byrja frá grunni og á þessu landi er það bara alltof dýrt. Iris kom líka reyndar með nokkuð góða athugasemd.
Brynja bloggaði svo útfrá mínum pælingum og var bara skotin í kaf. Hvers vegna er fólk svona tötsí þessa dagana? Og hvers vegna á maður að vera sáttur við sitt hlutskipti ef maður getur gert eitthvað annað? Hvers vegna á ég að vera sátt bara af því að ég hef hærri laun en margir aðrir? Auðvitað er gott að hafa góð laun, en stundum óska ég þess að vera í vinnu þar sem ég hlakka til að fara á fætur á morgnana og mæta til starfa. Ekki orð um það meir...
Annars er ekki mikið um að vera í kringum mig... fékk smá aukavinnu í vikunni. Við hvað? Auðvitað bókhald, hvað annað? ;O)
Jæja... ætla í sturtu. Ble ble
4:47 e.h.
|
Ég bað um hugmyndir í síðasta bloggi... það varð frekar lítið um svör. Besta hugmyndin kom frá mömmu... arkitekt, nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á. En þá þyrfti ég að fara í skóla og sennilega byrja frá grunni og á þessu landi er það bara alltof dýrt. Iris kom líka reyndar með nokkuð góða athugasemd.
Brynja bloggaði svo útfrá mínum pælingum og var bara skotin í kaf. Hvers vegna er fólk svona tötsí þessa dagana? Og hvers vegna á maður að vera sáttur við sitt hlutskipti ef maður getur gert eitthvað annað? Hvers vegna á ég að vera sátt bara af því að ég hef hærri laun en margir aðrir? Auðvitað er gott að hafa góð laun, en stundum óska ég þess að vera í vinnu þar sem ég hlakka til að fara á fætur á morgnana og mæta til starfa. Ekki orð um það meir...
Annars er ekki mikið um að vera í kringum mig... fékk smá aukavinnu í vikunni. Við hvað? Auðvitað bókhald, hvað annað? ;O)
Jæja... ætla í sturtu. Ble ble
4:47 e.h.