mánudagur, apríl 18, 2005

Pínu pirruð...

Jæja, maður verður víst að standa sig í blogginu. Það er alltof lítið um að vera í bloggheimum þessa dagana. Fólk farið að hóta að hætta að blogga og allt...
Nú get ég sagt með miklu stolti að ég er búin að fara Austfirðina tvisvar... og hef enn ekki séð þá! Hvað er málið með þessa þoku þarna fyrir austan? Við Elli fórum með flugi austur og strætó til baka. Tveggja hæða strætó meira að segja. Og af því að það var svo vont veður að koma, þá keyrðum við alla leiðina heim án þess að gista. Þetta tók akkúrat sólarhring og mikið vorum við orðin syfjuð. Ég var líka komin með vegariðu (ekki sjóriðu því keyrðum veginn) og fannst gólfið hoppa þegar ég kom heim. Ég sat alla leið á Höfn, en þá var mér orðið illt í rassinum svo ég stóð restina af leiðinni... fyrst til að hvíla mig á sætinu og svo til að halda Ella vakandi. Þetta var ansi magnað ferðalag. Ég prófaði að sitja á efri hæðinni, en þar voru allar hreyfingar svo ýktar og enginn bílstjóri þannig að ég færði mig strax niður aftur. Gaman að þessu :-)
Ég er orðin svoooo leið á starfinu mínu! Vinnufélagarnir eru frábærir, yfirmaðurinn meiriháttar og vinnutilhögunin gæti ekki verið betri, en fjármál er eitthvað sem ég hef aldrei haft áhuga á... enda var það alger tilviljun að ég lenti í þessu starfi. Mig langar til að gera eitthvað skapandi og bókhald og fjármál bjóða voða lítið upp á það. Ef ég yrði skapandi í þessu starfi gæti ég lent í fangelsi :-) Það er líka svo leiðinlegt að vinna í fjármálum hjá ríkinu núna, því það var verið að taka nýtt tölvukerfi í notkun fyrir rúmu ári síðan og það er ekki enn farið að virka. Svo ég lít út eins og hálfviti í hvert sinn sem ég er spurð um eitthvað, því ég get ekki flett neinu upp.... ARG!
Hvað gæti ég farið að gera? Komið nú með einhverjar hugmyndir... PLEASE! Ég er ekki að segja að ég ætli að skipta um starf... en er samt orðin svo þreytt á þessu :-(

2:28 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker