mánudagur, júní 27, 2005

Kannski blogga allir hinir ef ég byrja...

Hmm, kominn tími á blogg myndi ég halda. Annars eru fáir virkir í bloggheimum núna, hvernig stendur á því?
Ég hef haft mikið að gera í vinnunni, svo mikið að ég hef verið að vinna á kvöldin og um helgar. Það er bara hið besta mál þar sem ég vinn mér inn frídaga með þessu móti. Þar sem ég er fjármálastjóri leyfi ég mér ekki að borga sjálfri mér yfirvinnu, en ég samdi um fleiri frídaga í staðinn. Mér reiknast svo til að ég sé búin að vinna mér inn fjóra frídaga síðustu tvær vikur. Besta mál bara.
Furðulegt hvað manni getur dottið í hug þegar maður er alveg að sofna á kvöldin. Eitt kvöld fyrir nokkrum dögum fór ég að hugsa um dagsetninguna á brúðkaupsdeginum okkar, því fólk er alltaf að spyrja “Af hverju 4. júní? Er það eitthvað sérstakur dagur?” Nei, þetta var ekkert sérstakur dagur... bara laugardagur. En ég fór sem sé að hugsa um dagsetninguna og raðaði tölunum upp í kollinum á mér... svona í staðinn fyrir að telja kindur. 4. júní 2005 – 04. 06. 2005 – 04. 06. 05 – 4. 6. 05 – 4605! Kunnuglegt númer mamma? Já, 4605 er sem sé fyrri hlutinn í nafnnúmerinu hennar mömmu og var símanúmerið okkar hér í Keflavík og seinna mitt númer hér í Keflavík með 1 fyrir framan og svo aftur í Reykjavík með tölunni 551 fyrir framan. Ég tek það fram að dagurinn var ekki valinn út af þessu... nema það hafi þá verið algerlega ómeðvitað af okkar hálfu.
En nóg komið af bulli í bili. Munið eftir prófinu þið sem eigið eftir að taka það.

1:34 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker