mánudagur, nóvember 21, 2005

Blogg!

Hmm... kannski kominn tími til að blogga, svona fyrst Heiðrún er búin að því :-)
Það hefur nú lítið verið að gerast hjá mér undanfarið, hef bara haft nóg að gera í vinnunni eftir sumarfríið. Svo er ég að fara í veikindaorlof á morgun og verð í því næstu vikur... gaman gaman.
Ég hélt upp á afmælið mitt fyrir rúmri viku síðan. Við gistum á Hótel Nordica sem var mjög fínt og fórum út að borða á Rauðará á laugardagskvöldið. Ég get ekki mælt með þeim stað lengur þar sem við lentum á mjög dónalegum þjónum og þurftum að bíða heillengi eftir borðinu sem við áttum pantað. Maturinn var þó alveg ágætur. Þarna hef ég borðað áður og verið ánægð, en ég fer ekki þangað aftur.
Á sunnudeginum fór ég í dekur á Nordica Spa í boði mömmu og systur... meiriháttar notalegt. Ég gaf svo Ella steinanudd hjá Irisi, svo hann hefði eitthvað að gera á meðan.
Núna um helgina fórum við Elli og Emil í BHM bústað í Brekkuskógi, grilluðum folald og sulluðum í heita pottinum, sem var þó ekkert heitur. Emil skemmti sér við að vefja keðjunni sinni utan um allar hríslurnar fyrir utan og láta svo Ella koma og losa sig :-)
Hef ekkert meira að segja í bili... heyri í ykkur síðar. Love ya!

4:46 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker