þriðjudagur, desember 27, 2005

Gera eins og Katrín

Settu nafnið þitt í kommentin og:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér hvaða dýr minnir mig á þig
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt

Og Katrín; nei, ég er ekki og hef aldrei verið með naglalakk á tásunöglunum :)

1:15 e.h.
|

fimmtudagur, desember 22, 2005

Talandi hundar

Rakst á alveg frábært vídeó á netinu... smellið hér. Hafðu kveikt á hátölurunum :-)

1:04 e.h.
|

þriðjudagur, desember 13, 2005

Ólæsir bréfberar

Jæja, góðir hálsar (og aðrir líkamspartar)!
Ætli það sé þá ekki best að blogga smá til að skemmta þessum örfáu sem svöruðu spurningunni í síðasta bloggi... býst við þeir aðilar séu þeir einu sem hafa áhuga á að frétta eitthvað af mér :-) Og Sigrún Heiða; ég vil líka lesa þitt blogg... hvað á það að þýða að hafa það læst? Eru einhver hernaðarleyndarmál í gangi eða hvað?
Ég er bara heima núna í mínu veikindafríi og reyni að hafa það gott. Fæ nú samt frekar lítinn frið fyrir vinnufélögunum, er búin að komast að því að ég er ómissandi starfskraftur. Þó það sé gott fyrir egóið þá er það ekki eins gott fyrir heilsuna svo ég reyni að spyrna við fótum og gera sem allra allra minnst.
Nú líður óðum að því að ég fari að skrifa jólakortin... verst bara að ég finn ekki kortin frá því í fyrra, en ég fann hins vegar kortin frá því í hitteðfyrra svo ég verð að notast við þau. Ég hef nefnilega svona kerfi... geymi öll jólakortin sem ég fæ í eitt ár og sendi svo þeim sem sendu mér síðast. Reyndar lítur út fyrir að það komi eitthvað fá jólakort í ár því Íslandspósti er eitthvað illa við okkur og við fáum því aldrei póstinn okkar. Ef það kemur póstur hingað inn er það eitthvað sem átti að fara í önnur hús. En kannski er þeim ekkert illa við okkur, kannski eru bréfberarnir bara ólæsir... greyin. En þetta verður sem sé til þess að ég mun sennilega skrifa eitthvað fá jólakort á næsta ári :-)
Jæja, segi þetta gott í bili, ciao!

9:47 e.h.
|

föstudagur, desember 02, 2005

Spurning...


Til hvers að blogga?

2:15 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker